Nú eru það suðurfjöllin


Ferðafélag Siglufjarðar stendur fyrir göngu um suðureggjar Siglufjarðarfjalla, laugardaginn 10. ágúst. Gengið verður frá Skarðdalsviki, efstu beygju á Siglufjarðarskarðsvegi að austanverðu og lagt af stað kl. 08.30. Gengið suðaustur og fjallatoppar þræddir að Almenningshnakka, sem er hæstur siglfirskra fjalla. Komið niður Hólsskarð og gengið út Hólsdalinn.

Hér er um bratta og klettótta leið að ræða, með lausum skriðum og háum eggjum. Þessi ganga er ekki fyrir lofthrædda en leiðin býður upp á stórfenglegt útsýni til allra átta. Verð: 2.000 kr. Göngutími 8?10 klst. Ferðin ræðst af veðri og vindum.

 

Muna eftir nesti, hlýjum fatnaði og góðum skóm. Nánari upplýsingar í síma 898 4939.

 

Hér má sjá nokkurra ára gamla mynd af hluta leiðarinnar. Almenningshnakki gnæfir upp úr, Blekkill þar til hægri.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.


Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is