Nú er það Bjúgnakrækir


Bjúgnakrækir er níundi jólasveinninn og afskaplega fimur. Hann vatt sér upp í rjáfrin þar sem bjúgu héngu á eldhúsbitum, sat svo þar og gæddi sér á þeim. Eins og aðrir jólasveinar hefur hann þurft að sætta sig við breyttar aðstæður samfara minnkandi bjúgnagerð á heimilunum, en hefur sínar aðferðir til að verða sér úti um þau.

Níundi var Bjúgnakrækir,


brögðóttur og snar.


Hann hentist upp í rjáfrin


og hnuplaði þar.


Á eldhúsbita sat hann


í sóti og reyk


og át þar hangið bjúga,


sem engan sveik.

(Jólasveinavísa / Jóhannes úr Kötlum)

Mynd og prósatexti: Birt með góðfúslegu leyfi Mjólkursamsölunnar.

Vísur: Jóhannes úr Kötlum, úr bókinni Jólin koma (1932). Þær eru líka á http://johannes.is/jolasveinarnir/.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is