Norðansperringur


Enn er einhver norðansperringur í honum í Siglufirði, með ofankomu annað veifið. Spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er svofelld: „Norðan 8-13 og él. Lægir og styttir upp í kvöld. Hæg austlæg átt á morgun og bjartviðri. Frost 0 til 7 stig.“ Og fyrir Norðurland eystra: „Norðan 8-13 með snjókomu eða éljum. Lægir og styttir upp í kvöld og nótt. Hæg suðlæg átt og léttskýjað á morgun. Bætir í vind annað kvöld og þykknar upp. Frost 0 til 10 stig.“

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected] / Veðurstofa Íslands.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]