Norðangarri og súld


Það hefur verið fremur kalt í dag og þungbúið hér nyrst á Tröllaskaga,
norðangarri og súld. Vætan kemur gróðrinum vel. Og spáin er þessi:
Norðaustan 8-15 m/s, og fer að rigna í nótt. Mun hægari austlæg átt á
morgun og stöku skúrir. Hiti 8 til 15 stig á morgun.

En svo var einhver að tala um slyddu þegar líða tekur á vikuna. Það er öllu verra, ef satt reynist – í miðri eggtíð.

Já, hérna.

Svona leit bærinn út seinnipartinn í dag.

En æðarkollan á hreiðri sínu lét það ekkert á sig fá.

Flórgoðarnir – en bæði pörin eru mætt – stungu þó höfði undir væng og sváfu.

Spóahópur flaug hátt yfir Saurbæjarásnum.

Sandlóan, með döggina á herðum, leitaði sér ætis.

Og sama gerði þessi tildra, sem er fargestur með varpheimkynni á Grænlandi og í Norður-Kanada.

Og svona var yfir að líta frá Ráeyri.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is