Norðan slagveðursrigning


Töluvert hefur rignt í hvassri norðanátt í Siglufirði frá miðjum degi og fram á kvöld og það svo að flætt hefur upp um niðurföll og brunna sumstaðar í bænum. Verst er ástandið á mörkum Túngötu og Þormóðsgötu en einnig er það slæmt á mörkum Eyrarflatar og Langeyrarvegar. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur verið að aðstoða við dælingu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort flætt hafi inn í hús, sem þó verður að telja líklegt. Úrkoman er nú að mestu úr sögunni þótt enn blási kröftuglega.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]