Nóg að gera hjá Rarik


Eins og kom fram hér á vefnum 27. september hefur mikið verið að gera
hjá Rarik og mönnum á vegum þess undanfarnar vikur og mánuði og er svo
enn, eins og sjá hefur mátt á Túngötunni síðustu daga og neðar á
Eyrinni þar á undan. Verið er að skipta úr einu kerfi í annað og í sumum
tilvikum þarf að breyta strengjum inn í húsin og jafnvel lagfæra í
töflum vegna þessa, þó ekki alls staðar.

Að sögn Ásbjörns Gíslasonar
deildarstjóra í framkvæmdadeild Rarik á Norðurlandi á að reyna að ljúka þessu fyrir jólin, jafnvel í næstu viku ættu menn að vera búnir að grafa
fyrir öllum heimtaugunum, að mestu leyti alla vega.

Sjá nánar hér.

Þarna hefur verið lokað í nokkurn tíma vegna framkvæmdanna.

Allt klárt sunnar og verið að grafa norðar.

Hér er verið að undirbúa það að leggja nýja heimtaug, undir kvöld.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is