Níræður kór í norðurferð


Hinn 12. nóvember næstkomandi heldur Karlakór Reykjavíkur í tónleikaferð norður í Skagafjörð og á Siglufjörð. Kórinn syngur í Miðgarði í Skagafirði kl. 14.00, þar sem Karlakórinn Heimir slæst í hópinn og í Siglufjarðarkirkju kl. 20.00. Með í för eru sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Þá syngur kórfélaginn og Skagfirðingurinn, Árni Geir Sigurbjönsson tenór, einsöng í nokkrum lögum.

Ferðin er liður í að fagna 90 ára afmæli kórsins sem stofnaður var 3. janúar 1926. Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson en hann hefur staðið við stjórnvölinn í hátt í þrjá áratugi.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]