Nikulásarmótið – þriðji dagur


Þriðji og síðasti dagur
Nikulásarmótsins rann upp sólarlaus að mestu og fremur napur, en það
virtist lítil áhrif hafa á áhugasama keppendurna sem endasentust um vellina sjö á eftir
boltunum og leituðust við að koma þeim sem oftast í
netmöskvana.

Herlegheitunum lauk svo með
verðlaunaafhendingu kl. 15.00.

Á heildina litið virðist allt hafa
gengið áfallalaust fyrir sig og er þetta knattspyrnuævintýri unga fólksins Ólafsfirðingum til
mikils sóma.

Hér má sjá nokkrar myndir af glæsitilþrifum sunnudagsins.

Jón Einar glímir við ónefndan andstæðing.


Tómas Orri ætlar sér greinilega að ná þessum bolta.


Anna Brynja á fleygiferð.


Tómas Orri.


Anna Brynja gegn tveimur andstæðingum.


Hörður markmaður þrusar boltanum fram völlinn.


Tómas Orri og mótherji í grasinu.


Hörður markmaður. Boltinn farinn.


Anna Brynja og ónefndur piltur úr Skallagrími eigast við.


Anna Brynja og Tómas Orri og þrír úr Skallagrími.


Tómas Orri að fara að gefa á Önnu Brynju.


Skyndisókn. Tómas Orri með boltann.


Grétar Bragi leggur á ráðin með stúlkunum í 5. flokki KS/Leifturs.


Elva Ýr. Enginn bolti komst framhjá henni í þessum leik.


Vaka Rán á leið upp völlinn.


Þórey Vala einbeitt á svip.


Atgangur.


Vaka Rán að kljást við mótherja.


Þórey Vala spyrnir langt fram völlinn.


Jón Einar með augun á boltanum.


Tómas Orri fyrir opnu marki.


Boltinn inni.


Marki fagnað.


Boltinn á leið í netið.


Anna Brynja og Oddný Halla í sókn.

 

Jón Einar reynir að hreinsa frá marki KS. Hörður samt við öllu búinn.


Bæði lið þakka og fagna saman í leikslok.

Myndir og texti:
Sigurður Ægisson | 
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is