Nikulásarmótið – fyrsti dagur


Nikulásarmót Leifturs í knattspyrnu hófst í dag í Ólafsfirði og mun standa fram á sunnudag, 11. júlí. Þátttakendur eru rúmlega 700 og liðin sem skráð eru til leiks eru 82 talsins frá 18 félögum. Þau eru í stafrófsröð: Breiðablik, Dalvík, Fjarðabyggð, Grindavík, HK, Höttur, KA, KS/Leiftur, Magni, Mývetningur, Sindri, Skallagrímur, Snæfell, Þór Akureyri, Þróttur Neskaupstað, Þróttur Reykjavík, Valur/Leiknir og Völsungur. Um er að ræða pilta og stúlkur í 4., 5., 6. og 7. flokk.

Til fróðleiks má geta þess að Nikulás, sem mótið er kennt við, er félag sem nokkrir sjómenn á frystitogaranum Sigurbjörgu ÓF stofnuðu árið 1990 með það að markmiði að efla íþróttastarf í bænum. Fyrsta Nikulásarmótið var haldið 1991, þá voru keppendur um 100 talsins. Nú er sumsé verið að halda það í 20. sinn. Sjá nánar um aðdragandann að stofnuninni undir Fróðleikur (Nikulás).

Sjö leikir voru í gangi á sama tíma. Á þessum fyrsta degi mátti líta takta sem atvinnumenn hefðu verið fullsæmdir af og eflaust verður það svo áfram uns yfir lýkur. Og varla þarf að taka fram að prúðmennskan var þarna allsráðandi.

Úrslitin eru aukaatriði.

KS/Leiftur eru saman með 13 lið. Hér koma nokkrar svipmyndir úr leikjum KS 7-C-2.

Það er líklega óþarfi að hafa mörg orð um þessa ljósmynd.

Rósa Dögg brýnir liðið.


Fyrsti leikur 7-C-2 hjá KS byrjaður, gegn Val/Leikni að austan. Tómas Orri í góðu færi.


Anna Brynja og Tómas Orri fagna marki þeirrar fyrrnefndu.


Í hálfleik var lagt á ráðin með framhaldið.


Garpurinn Tómas Orri merktur sínu liði á kinninni.

Annar leikur að hefjast.
Mótherjar voru Leiftur frá Ólafsfirði.Oddný Halla sækir að markmanni, Anna Brynja við öllu búin fyrir aftan hana.


Anna Brynja einbeitt á svip með Leifturspilt á hælunum.


Hætta fyrir marki Leifturs.


Tómas Orri gegn fjórum sterkum.


Mikael, Anna Brynja og Oddný Halla.


Boltinn í marki Leifturs.


Siglfirsk leiftursókn.


Markmaður Leifturs og Júlía Birna í kröppum dansi.


?Ég er hérna.?Leikslok. Bæði lið fagna saman í einum hring. Svona á þetta að vera.Horft yfir vallarsvæðið.Myndir og texti:
Sigurður Ægisson |
sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is