Nikulásarmótið – annar dagur


Nikulásarmótið í Ólafsfirði hélt áfram í dag í blíðskaparveðri lengst
af, en golan var ansi köld. Þar voru sigrar og töp á víxl, eins og
gengur, og einhver jafntefli líka.

Áhorfendur höfðu á orði á einum stað að óþarfa harka væri tekin að
færast í leikinn hjá sumum, einkum eftir því sem ofar dró í aldri. Og
leikræn tilþrif mátti einnig sjá, í von um að fiska aukaspyrnu eða víti.
Það er auðvitað lært beint úr sjónvarpinu, hjá meisturunum.

Þetta eru leiðindablettir á annars áferðarfallegri og hollri samkundu.

En hér koma nokkrar myndir af litlu hetjunum okkar.

Tómas Orri og Jón Einar við miðjupunktinn.

Anna Brynja dansar við tvo sterka Þórsara frá Akureyri.

Þetta er sárt.


Jón Einar gegn tveimur Þórsurum.


Jón Einar enn með boltann.


Nýr leikur í uppsiglingu. KS á móti KA.


Samherjar, Anna Brynja og Mikael.


Jón Einar og Anna Brynja, ásamt óþekktum KA-pilti.


At í gangi.


KS fagnar marki.


Mikael í sveiflu.

Róberta Dís gegn fjórum mótherjum. Tómas Orri fylgist með.


Jón Einar á hlaupum.


Jón Pétur í essinu sínu.


Hreinsað frá marki.


Þétt vörn.


Ragnar Óli kann þetta. Hér er kappinn einn á móti þremur.Ragnar Haukur spjallar við liðið í hálfleik.Ragnar Óli nærri marki.Rut í 5. flokki KS/Leifturs biður um knöttinn.Anna Día gætir marksins.Það er ekki ónýtt að hafa Brasilíumann í liðinu.

Vitor Vieira Thomas með sambatakta. Mótherji eltir.Hópmynd af 7-C-2.


Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is