Neyðarkall björgunarsveitanna


Dagana 4.-7. nóvember fer fram fjáröflunarátakið Neyðarkall björgunarsveitanna. Líkt og áður er um að ræða
sölu á litlum neyðarkalli á lyklakippu sem nú er eftirlíking af
rústabjörgunarmanni. Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna munu bjóða hann
til sölu um allt land á 1.500 krónur þessa fjóra daga á meðan átakið
stendur yfir.

Aukin verkefni björgunarsveitanna kalla á meira fé til starfseminnar og
er þetta leið þeirra til að bregðast við því.

Björgunarsveitin Strákar mun ganga í hús í Siglufirði í kvöld, 5. nóvember, og byrjar kl. 19.00.

Við tökum því auðvitað fagnandi.

Björgunarsveitin Strákar mun ganga í hús í Siglufirði í kvöld og selja neyðarkallinn.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is