Nemendur úr Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri sýna í Ráðhúsinu


Á morgun, laugardaginn 13. nóvember, munu myndlistarnemar frá
Myndlistarskóla Arnar Inga á Akureyri koma í dagsferð til Siglufjarðar og
kynna skólann og setja upp sýningu á nokkrum verkum sínum. Hún verður í
Ráðhúsinu frá kl. 14.00-18.00.

Vonast er til að sem flestir bæjarbúa sjái sér fært að líta þar inn.

Aðgangur er ókeypis.

Og auðvitað sjón líka sögu ríkari.

Hér má líta eitt málverkanna á sýningunni.

Mynd: Aðsend.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is