Nemendur og kennarar tónskólans gera víðreist


Nemendur og kennarar Tónskóla
Fjallabyggðar hafa gert víðreist nú á aðventunni, eins og greint var frá
hér á vefnum 9. desember að stæði til. Daginn eftir, þann 10., var
farið í heimsókn á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar í Siglufirði og í
Sparisjóð Siglufjarðar, 13. desember í Skálarhlíð og 14. og 16. desember
á Hornbrekku í Ólafsfirði.

Formlegir jólatónleikar voru svo haldnir í
Tjarnarborg í Ólafsfirði 14. desember, í Siglufjarðarkirkju 15. desember
og svo aftur í Tjarnarborg 16. desember.

Er þetta til mikillar fyrirmyndar og skapar þægilegt andrúmsloft og hátíðlegt.

Siglfirðingur.is fylgdist með því sem fram fór í vesturbænum og hér koma myndir, í réttri tímaröð.

Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar, Siglufirði, 10. desember:

Sparisjóður Siglufjarðar, 10. desember:

Dvalarheimili aldraðra, Skálarhlíð, 13. desember:

Siglufjarðarkirkja, 15. desember:

Myndir: Sigurður Ægisson | sae@sae.is (Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar á Siglufirði og Sparisjóður Siglufjarðar), Elías Þorvaldsson | eliasth@fjallaskolar.is (Dvalarheimili aldraðra, Skálarhlíð) og Sveinn Þorsteinsson | svennith@simnet.is (Siglufjarðarkirkja)

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is