Nemendur fá ritfangapakka að gjöf


Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2018. Hann er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega. Þetta má lesa á heimasíðu Fjallabyggðar. Sjá nánar þar.

Grunnskóli Fjallabyggðar verður settur miðvikudaginn 22. ágúst. Samkvæmt skóladagatali hefst jólafrí að loknum Litlu jólum 20. desember og því lýkur 2. janúar 2019. Skólaslit verða 31. maí.

Mynd: Aðsend.
Texti: Fjallabyggd.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is. 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is