Naumt tap hjá utandeildarliði KS í handbolta


Handboltalið KS tapaði fyrir Íþróttafélagi Laugaskóla 36-40 í keppni utandeildarliða í handbolta í íþróttahúsinu að Laugum í Reykjadal í fyrrakvöld, 22. mars.

Jafnt var á flestum tölum allan leikinn en staðan í hálfleik var 20-19 fyrir Lauga.

KS gat tryggt sér sigur í leiknum þegar Laugamenn misstu mann út af í tvær mínútur þegar 5 mínútur voru eftir af leiktímanum í stöðunni 36-36. Leikmenn KS fóru illa að ráði sínu, manni fleiri, og fengu á sig tvö mörk og brottrekstur að auki þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Laugamenn gengu á lagið og skoruðu tvö mörk í viðbót og unnu fjögurra marka sigur.

Lið KS hafði einungis einn varamann og var hugsanlegt að þreyta væri kominn í mannskapinn í lokin. Laugamenn höfðu nægan mannskap og gátu skipt mörgum mönnum inn.

Dómgæslan yfir það heila var sæmilega sanngjörn, en heimamaður sá um hana.

Hér koma tvær myndir úr leiknum.

Myndir og texti: Hermann Aðalsteinsson | lyngbrekku@simnet.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is