Náttúrufegurð að nóttu sem degi


Fegurð Héðinsfjarðar er mikil, hvort sem er að nóttu eða degi. Svonefnd ljósmengun nær ekki þangað nema að litlu leyti og því er einstakt tækifæri til að virða fyrir sér stjörnurnar þegar himinninn er heiðskír.

Ef til vill væri hægt að bjóða ferðamönnum upp á stjörnuskoðunarferðir til Héðinsfjarðar, í fylgd fólks sem þekkir stjörnur himinsins. Stundum gætu gestirnir fengið tunglskin og norðurljós í kaupbæti.

Á lognkyrrum vetrardögum er ekki síður gaman að sjá fjöllin speglast í vatninu.

Stjörnuhiminninn yfir Héðinsfirði á föstudagskvöldið, síðasta sumardag. Horft er út fjörðinn.


Fjöllin speglast í Héðinsfjarðarvatni síðdegis á laugardaginn, fyrsta vetrardag.

Myndir og texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is