Náttblinda beint í 1. sæti


Ný Siglufjarðarglæpasaga Ragnars Jónassonar, Náttblinda, fór beint í fyrsta sæti á metsölulista Eymundssonar sem mest selda innbundna skáldverk vikunnar, en bókin kom út síðastliðinn fimmtudag. Náttblinda gerist öll á Siglufirði í kringum fyrsta vetrardag og hefst á því að lögreglumaður í bænum er skotinn með haglabyssu af stuttu færi um miðja nótt. Náttblinda er væntanleg á ensku árið 2016 hjá bókaforlaginu Orenda Books í þýðingu breska rithöfundarins Quentin Bates.

Metsölulisti Eymundsson.

Mynd: Eymundsson.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is