Nanna þriðja elst


Nanna Franklínsdóttir á Siglufirði er nú í þriðja sæti yfir elstu Íslendingana, hún er 103 ára. Aðeins Dóra Ólafsdóttir í Reykjavík, 107 ára, og Lárus Sigfússon í Reykjavík, 104 ára, eru eldri. Frá þessu er sagt á Facebook-síðunni Langlífi. Bæði Nanna og Lárus eru ættuð af Ströndum.

Nú eru 50 Íslendingar hundrað ára eða eldri. Fyrir fimmtíu árum voru þeir 5 , fyrir tuttugu árum voru þeir 25 og því er spáð að þeir verði 100 eftir tuttugu ár. Á árinu 2019 náðu 26 Íslendingar hundrað ára aldri og voru allir nema sex á lífi í lok ársins. Um þrjátíu geta náð þessum áfanga á árinu 2020 og búast má við heldur fleiri næstu ár þar á eftir.

Þess má geta að Sigfúsína Stefánsdóttir er næstelsti Siglfirðingurinn, 98 ára, fædd í júni 1921, og Margrét Franklínsdóttir, systir Nönnu, er í þriðja sæti, 97 ára, fædd í janúar 1922.

Texti: Jónas Ragnarsson | [email protected]
Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]