Nanna Franklín 98 ára


Hallfríður Nanna Franklínsdóttir, elsti Siglfirðingurinn, er 98 ára í dag, fædd 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Franklín Þórðarson og Andrea Jónsdóttir, sem bjó síðustu árin á Siglufirði og lést þar 1979, 97 ára.

Systkinin voru 13 og er meðalaldur þeirra 91 ár sem er met þegar svo mörg systkini eiga í hlut. Fjögur af systkinunun eru enn á lífi. Auk Nönnu eru það Guðborg Franklínsdóttir á Siglufirði, en hún varð 90 ára í síðustu viku, Margrét Franklínsdóttir á Siglufirði, 92 ára, og Anna Margrét Franklínsdóttir á Selfossi, sem verður 104 ára í næsta mánuði. Af þeim systkinum sem eru látin náði eitt 98 ára aldri, eitt varð 94 ára, eitt 93 ára, eitt 92 ára og eitt 90 ára. Þannig hafa níu af þrettán systkinum frá Litla-Fjarðarhorni náð níutíu ára aldri. Það er greinilega langlífi í ættinni því að ein frænkan varð 107 ára og bróðir hennar 100 ára.

Siglfirðingur.is óskar afmælisbarninu innilega til hamingju með daginn.

Nanna í dag ásamt Óskari Helga, Sigurmari Kristjáni og Guðmundi Jóni,

sonum Alberts
Sigurðssonar og Guðborgar Franklínsdóttur, sem komu norður gagngert í tilefni dagsins.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is