Nánari fréttir af snjóflóðunum


Siglfirðingi.is hafa borist nánari fréttir af snjóflóðunum á
Siglufjarðarvegi. Að sögn Gests Hanssonar, snjóeftirlitsmanns Veðurstofu
Íslands, féllu nokkrar spýjur úr giljum á veginn í Mánárskriðum, úr
öxlinni sunnan við Herkonugil og úr Miðstrandargili. Örsökina segir hann
vera gríðarlegan flutning á snjó í vestanátt. Víða er 50-70 cm
jafnfallinn snjór til fjalla.

Hér kemur mynd af snjóflóðinu úr Miðstrandargili, tekin kl. 17.35 í dag, og tvær sem sýna Siglufjörð 17. mars síðastliðinn og Hólshyrnu í dag.

Hér má líta snjóflóðið í vestanverðum Siglufirði, úr Miðstrandargili.

Siglufjörður 17. mars síðastliðinn.

Nærmynd af Hólshyrnu tekin sennipartinn í dag.

Myndir af snjóflóði úr Miðstrandargili og Siglufirði 17. mars: Gestur Hansson.

Texti og mynd af Hólshyrnu í dag: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is