Nánar um Ljósnetið


Nokkrir bæjarbúa hafa komið að máli við undirritaðan, vegna fréttar hér 14. þessa mánaðar, um Ljósnetið. Hafa þeir verið að spyrja um kostnað vegna þessa. Að sögn Sigurrósar Jónsdóttur, samskipta- og markaðsfulltrúa Mílu, er þessi lagning heimilum á Siglufirði að kostnaðarlausu. Settir verða upp götuskápar á nokkrum stöðum í bænum til að ná til þeirra heimila sem eftir er að tengja á Ljósnetið. Lagður verður ljósleiðari að hverjum götuskáp, en síðasta spölinn frá götuskáp og að heimili eru fyrirliggjandi koparheimtaugar nýttar.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is