Námskeiðið fyrir fjöldahjálparstjóra tókst vel


 

Þegar stórir og alvarlegir atburðir gerast snýst hlutverk sjálfboðaliða Rauða krossins fyrst og fremst um fjöldahjálp og félagslega aðstoð. Námskeið fyrir sjálfboðaliða sem vilja sinna því hlutverki eru haldin með reglulegu millibili hér og hvar um landið. 


Fjöldahjálparstjóranámskeið var haldið á Siglufirði laugardaginn 15. janúar 2011. Námskeiðið var haldið í Grunnskólanum við Norðurgötu sem jafnframt er Fjöldahljálparstöð nr. 1 en til vara er skólahúsið við Hlíðarveg. Námskeiðið var vel sótt af heimamönnum, 11 manns mættu, tveir komu frá deildinni á Ólafsfirði og einn frá Skagafjarðardeild. Fyrirlesarar voru Jón Brynjólfsson og Guðný Björnsdóttir, starfsmenn RKI.

Nemendur á námskeiðinu þurftu m.a. að framkvæma verklegar æfingar t.d. svokallaða skrifborðsæfingu um fjöldahjálp, skipuleggja fjöldahjálparstöð svo eitthvað sé nefnt.

 

Mikil og góð fræðsla fór fram á þessu námskeiði.

Siglufjarðardeild RKI.

Myndir og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is