Námskeið í víravirki


Gallerí Ugla er að fara af stað með námskeið. Kenndar verða grunnaðferðir í íslensku víravirki sem byggjast á aldagömlum hefðum við þjóðbúningargerð. Byrjað verður á að gera hálsmen, blóm eða kross.

Námskeiðið verður haldið í Gallerí Uglu, Aðalgötu 9 í Ólafsfirði helgina 7.-8. mars næstkomandi. Kennari er Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari frá Djúls design.

Skráning og upplýsingar veitir Brynhildur í síma 893-2716 eftir kl. 16.00 á daginn eða í Gallerí Uglu á opnunartíma.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is