Námskeið í skíðagöngu á Ólafsfirði


Fyrirhugað er að halda námskeið í skíðagöngu ef næg þátttaka næst. Námskeiðið er ætlað fullorðnum og hentar bæði byrjendum sem og lengra komnum. Farið verður yfir undirstöðuatriði í skíðagöngu og verður Sævar Birgisson leiðbeinandi. Námskeiðið fer fram við Menntaskólann á Tröllaskaga í Ólafsfirði og hefst þriðjudaginn 6. desember kl. 17.30. Námskeiðið verður í 6 skipti og kostar 4.000 kr.

Skráningu lýkur kl. 13.00, þriðjudaginn 6. desember.

Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Sævari Birgissyni í síma: 846-7192 eða í tölvupósti á netfanginu: saevar.birgisson.10@bifrost.is.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is