Námskeið í Gamla Slippnum


„Námskeið í viðgerð gamalla trébáta fer fram í Gamla Slippnum þessa dagana, 11.–15. apríl, á vegum Síldarminjasafnsins. Kennari er Hafliði Aðalsteinsson, bátasmiður. Nemendur eru fimm og eru tveir þeirra úr Tækniskólanum í Hafnarfirði. Um er að ræða 75 kennslustundir með fyrirlestrum og verklegum hætti þar sem nemendur taka þátt í viðgerð á Gunnhildi ÓF 18, 2 brl. afturbyggðum súðbyrðingi frá 1982. Slippurinn er opinn gestum og gangandi sem vilja kynna sér þá áhugaverðu vinnu sem fer fram á námskeiðinu.“ Þetta má lesa í nýrri færslu á heimasíðu Síldarminjasafns Íslands. Sjá líka hér.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Síldarminjasafn Íslands / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]