Nær smábæjarandrúmslofti sláandi vel


Náttblinda Ragnars Jónassonar fékk lofsamlega dóma í Kiljunni í gærkvöldi. „Mjög vel gert,“ sagði Sigurður G. Valgeirsson um það hvernig Ragnar skrifaði um það ofbeldismein sem væri ofbeldi gegn konum, og Kolbrún Bergþórsdóttir tók undir það. „Mér fannst sláandi hvað hann náði vel, og ég vona að Siglfirðingar móðgist ekki, einhverju smábæjarandrúmslofti,” sagði Sigurður jafnframt.

„Lausnin kemur á óvart,“ sagði Kolbrún ennfremur og kallaði bókina raunsæislega glæpasögu, sem byggði á sálfræðiþáttum. „Ég skemmti mér við lesturinn,“ sagði Sigurður. „Það hafa margir sinn djöful að draga í þessu verki, eins og ofbeldi og annað slíkt, og það er farið mjög vel með það og það eykur við gildi verksins og honum tekst að hnýta saman í lokin.“

Sjá má umfjöllun Kiljunnar hér.

Mynd: Úr safni.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is