Myrknætti tilnefnd í Bretlandi


Myrknætti eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd til Crimefest-verðlaunanna sem besta glæpasagan sem kom út á rafbók í Bretlandi í fyrra. Myrknætti – eða Blackout eins og hún nefnist á ensku – er eina þýðingin sem hlaut náð fyrir augum dómnefndarinnar í þessum flokki en meðal annarra höfunda sem eru tilnefndir eru Ian Rankin og Michael Connelly. Verðlaunin verða afhent á Crimefest glæpasagnahátíðinni í Bristol í maí. Í desember síðastliðnum völdu lesendur Guardian Myrknætti sem eina af af bestu skáldsögum ársins í Bretlandi.

Crimefest-verðlaunin eru veitt í sex flokkum en aðrir sem tilnefndar eru fyrir bestu glæpasöguna í rafbókarformi fyrir utan Ragnar Jónasson eru Linwood Barclay fyrir The Twenty-Three, Steph Broadribb fyrir Deep Down Dear, Michael Connelly fyrir The Wrong Side of Goodbye, Laura Lippman fyrir Wilde Lake, Ian Rankin fyrir Rather be the Devil, Andrew Taylor fyrir Ashes of London og L.C. Tyler fyrir Cat Among the Herrings.

Sjá nánar hér um verðlaunin.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti og fylgja: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is