Myrknætti í uppáhaldi


Skáld­sag­an Myrk­nætti eft­ir Ragn­ar Jónas­son var ein af upp­á­halds­bók­um les­enda breska blaðsins The Guar­di­an á ár­inu sem er að líða. Les­andi blaðsins seg­ir bók­ina þá bestu í svo­nefndri Siglu­fjarðar­seríu Ragn­ars og hún sé „fal­lega skrifuð og sög­unni vind­ur glæsi­lega fram og flétt­an læðist fram eins og les­and­inn stari inn í frostþoku og bíði þess að eitt­hvað birt­ist út úr henni“.

Í til­kynn­ingu frá bóka­út­gáf­unni Bjarti kem­ur fram að skammt hafi verið stórra högga á milli hjá Ragn­ari að und­an­förnu. Nýj­asta bók hans, Drungi, hefi verið meðal mest seldu skáld­sagna árs­ins hér á landi, og risa­for­lagið Pengu­in hafi tryggt sér rétt­inn á henni áður en hún kom út á ís­lensku.

Fyrr á þessu ári var Nátt­blinda val­in besta þýdda glæpa­sag­an í Bretlandi árið 2015. Þá eru fram­leiðend­ur Óskar­sverðlauna­mynd­ar­inn­ar um Amy Winehou­se með í und­ir­bún­ingi þáttaröð eft­ir Siglu­fjarðars­yrpu Ragn­ars sem hófst með Snjó­blindu.

Mbl.is greinir frá þessu.

Sjá líka hér.

Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is