Myrknætti fór beint á metsölulista


Siglfirska glæpasagan Myrknætti fór beint í 2. sæti yfir mest seldu íslensku skáldverkin, samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda sem birtur var í dag, mælir sölu 9. til 22. október og er byggður á upplýsingum frá flestum bóksölum landsins, dagvöruverslunum og öðrum verslunum sem selja bækur.

Bókin kom út á fimmtudaginn. Daginn eftir kom höfundurinn, Ragnar Jónasson, til Siglufjarðar og áritaði bækur í ?Kaupfélaginu?. Í gær birtist viðtal við Ragnar á sjónvarpsstöðinni N4 (sjá hér).

Ragnar Jónasson, staddur á Siglufirði í tengslum við áritun nýjustu bókar sinnar fyrir nokkrum dögum.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is