Myndir frá Siglfirðingamessu og kaffi


Grafarvogskirkja var þéttsetin í Siglfirðingamessunni í dag og Siglfirðingakaffinu sem á eftir fylgdi. Þetta mun hafa verið ellefta Siglfirðingamessan í þessari kirkju en áður voru þær í Garðabæ. Þessi siður er hluti af svonefndum fjölskyldudegi Siglfirðingafélagsins og hófst í maí 1968, þegar fagnað var fimmtíu ára afmæli kaupstaðarréttinda Siglufjarðar.

Hér má sjá myndir.

Mynd: Thomas Fleckenstein.


Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is