Myndir frá Siglfirðingakvöldi


Upplestra- og myndakvöld Siglfirðingafélagsins var haldið í Breiðfirðingabúð nýliðið fimmtudagskvöld og komu u.þ.b. 100 manns. Rakel Björnsdóttir las upp úr nýrri bók Ragnars Jónassonar, Drunga, í fjarveru hans. Sigmundur Ernir Rúnarsson las upp úr bók sinni um Siglfirðinginn og heimsborgarann Birki Baldvinsson og sr. Vigfús Þór Árnason las upp úr æviminningum sínum, bók sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson skráði.

Síðan var boðið upp á kaffi og jólaöl með siglfirsku bakkelsi – sírópskökum, smákökum og ýmsu öðru góðgæti frá Aðalbakaríi. Eftir það var dregið úr happadrættismiðum sem seldir höfðu verið við innganginn. Að lokum var hin árlega myndasýning þar sem sýndar voru ýmsar gamlar myndir frá Siglufirði og úr siglfirsku mannlífi.

Hér koma nokkrar svipmyndir frá kvöldinu.

Myndir og texti: Kristján L. Möller.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is