Myndin sem prýðir Moggann


Mikael Sigurðsson, fimmtán ára Siglfirðingur, á mynd á blaðsíðu 4 í Morgunblaðinu í dag. Þar er um að ræða sjaldgæfan flækingsfugl, þistilfinku. Hún á heimkynni í Evrópu, Norður-Afríku og vestur- og mið-Asíu og heldur sig einkum í skóglendi. Myndin var tekin á Fáskrúðsfirði 13. janúar síðastliðinn. Finkan var þar í slagtogi með auðnutittlingum, sem eru henni náskyldir.

Mynd: Mikael Sigurðsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Fylgja: Úr Morgunblaðinu í dag.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is