Myndi alveg vilja fara norður


Á nýrri vefsíðu sem kallast Hús & Hillbilly er mjög forvitnilegt viðtal við Arnar Herbertsson listmálara. Egill Helgason segir að Arnar sé „merkilegur listamaður“ og að hann sé „býsna hógvær í viðtalinu en um leið launfyndinn.

Arnar er fæddur á Siglufirði 1933, sonur Herberts Sigfússonar málara og Lovísu Pálsdóttur. Kona Arnars er Siglfirðingurinn Kristjana Aðalsteinsdóttir, systir Eysteins, Hinriks og Guðfinns.

Á einum stað í viðtalinu segir Arnar: „Ég myndi alveg vilja fara norður og vera þar bara það sem eftir er sko. Ef ég mætti ráða einhverju.“

Mynd: Úr téðu viðtali í Hús & Hillbilly.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is