Myndbandafélagið StemMA


Í Menntaskólanum á Akureyri er starfrækt myndbandafélagið StemMA, þar sem eingöngu stúlkur fá inngöngu. Líklega er þetta eina myndbandafélagið á landinu sem í eru bara stelpur. Síðastliðin ár hefur einungis verið strákamyndbandafélag í Menntaskólanum á Akureyri og var StemMA stofnað í fyrra. Þær stöllur bjuggu til skaup sem var sýnt á árshátíð þeirra síðastliðinn föstudag og sem er að finna hér. Þar mátti líka sjá og heyra þetta myndband sem þær útbjuggu.

Hrafnhildur Jóna, dóttir Jóhönnu Jónsdóttur og Hjartar Hjartarsonar, er þarna að leika. Og eflaust bregður fyrir öðrum Siglfirðingum ef vel er að gáð.

Mynd og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is