Munum við sigra aftur?


Árið 1965 sigruðu Siglfirðingar í  geysivinsælli spurningakeppni, „Kaupstaðirnir keppa“, sem háð var í útvarpinu. Birgir Ísleifur Gunnarsson og Guðni Þórðarson stjórnuðu þáttunum og Gunnar Eyjólfsson leikari var kynnir. Liðið skipuðu þeir Hlöðver Sigurðsson, skólastjóri, Pétur Gautur Kristjánsson, fulltrúi sýslumanns og Benedikt Sigurðsson, kennari. Lið Siglfirðinga sigraði Hafnfirðinga í lokaúrslitunum og fékk að launum ókeypis flugfar til og frá Höfn ásamt uppihaldi þar í nokkra daga.

Spurningin sem brennur á mörgum þessa dagana er hvort leikurinn muni endurtaka sig, nú þegar Siglfirðingafélagið er að fara að keppa í úrslitum í Spurningakeppni átthagafélaganna, 50 árum eftir að áðurnefndir kappar sigruðu. Það yrði óneitanlega gaman.

Forsíðumynd: Skjáskot úr Þjóðviljanum, 4. maí 1965.
Veggspjald og texti: Aðsent.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is