Múlavegur opinn – í bili

Múlavegur við Sauðanes.

Nú er vitað að tvö snjóflóð hafa fallið við Siglufjarðarveg, annað hvort í nótt eða í morgun, og fór annað þeirra yfir veginn við munna Strákaganga. Þá fór tveggja metra þykkt snjóflóð yfir Ólafsfjarðarveg í nótt og annað féll í Böggvisstaðafjalli í Dalvíkurbyggð. Nú áðan, kl. 18.30, var hættustigi vegna snjóflóða í Ólafsfjarðarmúla aflýst og vegurinn opnaður, en óvissustig er þó enn í gildi og veginum verður af þeim sökum lokað aftur í kvöld, kl. 22.00, að því er fram kemur í SMS-skeyti frá Vegagerðinni.

Mynd (úr safni) og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]