Múlaberg landaði 80 tonnum á Siglufirði


Timinn.is segir frá því, að í dag hafi verið unnið að löndun á 80 tonnum af blönduðum fiski úr Múlabergi SI 22 á Siglufirði. Megnið af þeim afla verður unnið í vinnslu Rammans í Þorlákshöfn. Múlabergið hættir nú á bolfiskveiðum og byrjar aftur að veiða rækju fyrir vinnslu Rammans hér í bæ.

Mánaberg ÓF 42, sem einnig er í eigu Ramma hf., kom til hafnar á Ólafsfirði í síðustu viku eftir 26 daga veiðiferð þar sem afli úr sjó var tæplega 500 tonn. Skipið verður í höfn næstu vikuna vegna viðgerða á gír, eins og áður hefur komið fram á þessari vefsíðu.

Rammi hf. gerir út fimm skip frá Fjallabyggð og Þorlákshöfn og starfrækir flatfisk-, karfa – og humarvinnslu í Þorlákshöfn og rækjuverksmiðju í Fjallabyggð.

Sjá líka hér.

Múlaberg SI 22.

Mynd: Rammi hf.

Texti: Rammi hf. / Timinn.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is