Mokstur í Mánárskriðum


Góður skriður er kom­inn á hreins­un á Siglu­fjarðar­vegi í Mánárskriðum eft­ir að gríðarleg aur­flóð féllu þar fyr­ir tæp­um mánuði. Vega­gerðin fékk verk­taka frá Sigluf­irði og Skagaf­irði til að hreinsa veg­inn og hef­ur það tekið sinn tíma. Elstu menn muna ekki eft­ir jafn mikl­um aur­skriðum á þess­um slóðum, seg­ir Sig­urður Jóns­son, yf­ir­verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. Í miklu úr­helli í lok ág­úst­mánaðar féllu skriðurn­ar á löng­um köfl­um á Siglu­fjarðar­vegi, sitt hvor­um meg­in Stráka­ganga. Veg­in­um var lokað og tók það verk­tak­ana 5-6 daga að kom­ast í gegn­um mestu skriðurn­ar áður en hægt var að hleypa á um­ferð um veg­inn að nýju.“ Mbl.is greinir frá þessu í dag.

Mynd: Örn Þórarinsson (skjáskot af Mbl.is).
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

Tagged:


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is