Mokað yfir Álfkonustein


Í Selgili á Hvanneyrarströnd er afar merkilegur steinn, í rituðum heimildum kallaður Álfkonusteinn. Hafa varðveist a.m.k. þrjár sögur honum tengdar, ein frá 19. öld og tvær frá 20. öld. Hér er því um menningarverðmæti að ræða.

Athygli ritstjóra þessarar vefsíðu var vakin á því í enduðum júnímánuði síðastliðnum að búið væri að færa steininn nánast á kaf í möl. Ekki er ljóst hvenær þetta var gert, en gæti hafa verið í kjölfar rigninganna miklu síðsumars í fyrra og Vegagerðin þarna verið að styrkja veginn og menn ekki vitað um þennan dýrgrip.

Hinn 30. júní sendi undirritaður erindi til Bæjarráðs Fjallabyggðar og fór þess á leit að haft yrði samband við Vegagerðina og hún beðin um að koma þessu í fyrra horf. Því var vel tekið og samþykkt á fundi 12. þessa mánaðar að verða við þessari beiðni. Í síðustu viku fór svo bréf þess efnis til Vegagerðarinnar á Akureyri. Engin ástæða er til að efast um að ráðist verði í verkið innan tíðar.

Hér má fræðast nánar um Álfkonustein.

alfkonusteinn_01

Arnheiður Jónsdóttir landfræðingur og kennari við Álfkonustein árið 2005. Hún skrifaði um hann afar merka grein sem kom á prenti í bókinni Á sprekamó.

alfkonusteinn_02

Álfkonusteinninn 30. júní 2016.

Álfkonusteinn í Siglufirði

Bréf undirritaðs til Bæjarráðs Fjallabyggðar.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | [email protected].

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]