Mögnuð setningarathöfn


?Setningarathöfn Special Olympics hér í Aþenu var alveg mögnuð. Það var ógleymanlegt að ganga inn á leikvanginn undir dynjandi lófaklappi og hrópum. Hundruðir grískra listamanna sýndu glæsileg atriði úr grísku goðsögunum og fjölmargir tónlistarmenn komu fram. Vanessa Williams var annar af kynnum kvöldsins en toppurinn var þegar sjálfur Stevie Wonder steig a svið og flutti nokkur af sínum frábæru lögum, þá varð allt vitlaust,? skrifaði Þórarinn Hannesson á heimasíðu sinni í dag. ?Flugeldar og alls konar lýsingar settu svo punktinn yfir i-ið að ekki sé talað um hina óvæntu trúlofun í íslenska hópnum sem sagt var fra á mbl.is. Keppni heldur áfram og íslenska hópnum gengur mjög vel, allir hressir og kátir. Sigurjón keppir í undankeppni í spjótkasti á morgun og síðar í vikunni tekur alvaran við þegar hann keppir í úrslitum í 400 metra hlaupi og spjótkasti. Bestu kveðjur heim á Frón.?  

Siglfirðingur.is óskar þeim félögum og öllum íslenska hópnum alls hins besta í átökum næstu daga.

Akrópólishæð í Aþenu að kvöldlagi.

Mynd: Fengin af Netinu.Texti:
Þórarinn Hannesson | hafnargata22@hive.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is


image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is