Mjög hvasst á Siglufjarðarvegi


Mjög hvasst er á Norðurlandi þessa stundina. Sérstaklega er varað við hviðum á Siglufjarðarvegi. Hringvegurinn er auður á láglendi en nokkur hálka er á útvegum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þetta segir í orðsendingu sem var að berast frá Umferðarþjónustu Vegagerðarinnar.

Á morgun er búist við annarri lægð og öllu dýpri. Hún verður í essinu sínu yst á Tröllaskaga annað kvöld og fram eftir mánudagsmorgni.

Mynd: Skjáskot af korti á Veður.is.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]