Mislitir sokkar


Alþjóðlegi Downs-dagurinn er í dag, 21. mars. Af því tilefni voru landsmenn hvattir til að klæðast ósamstæðum og litskrúðugum sokkum og nemendur og kennarar í Grunnskóla Fjallabyggðar brugðust skjótt við, eins og sést á ljósmyndinni hér fyrir ofan.

Í dag er líka Alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti, sem haldinn er ár hvert. Fjölbreytileikanum var því jafnframt fagnað í morgun með því að mynda hring utan um skólahúsið og minna þannig á að engir tveir einstaklingar eru eins og allir eiga jafnan rétt. Sokkarnir eru líka merki um það.

Mynd: Aðsend.
Texti: Aðsendur / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is