Miklum afla landað í Siglufirði


Á Facebooksíðu Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð kemur fram að mikið hafi verið um að vera við höfnina á Siglufirði í dag og flutningabílar beðið í röðum eftir að flytja afla til verkunar. Á síðunni segir: „Tekjur Fjallabyggðarhafna hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er það ekki síst að þakka markaðssetningu og þeirri þjónustu sem Fiskmarkaður Siglufjarðar hefur staðið fyrir enda landa nú fjölmörg skip útgerða utan Fjallabyggðar afla sínum reglulega í Fjallabyggð.“ Vísað er í fundargerð hafnarstjórnar frá 12. október þar sem fram kemur að á þessu ári hafi verið landað 17.072 tonnum á Siglufirði og 493 tonnum í Ólafsfirði (til 9. október).

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is