Miklar aðhaldsaðgerðir hjá SPS


Miklar – og að því er sumir telja bráðnauðsynlegar – aðhaldsaðgerðir eru nýhafnar í Sparisjóði Siglufjarðar. Ekki þó
eins og af orðunum mætti skilja í fljótu bragði, heldur er um að
ræða átaksverkefni starfsfólksins þar, sem vill koma sér í betra form.

Sannarlega virðingarvert framtak.

Það
steig á Hafnarvogina kl. 16.30 í dag og reyndist vera 1.220 kg
samanlagt.

Þegar spurðist að það gerði um 81 kg á haus gladdist Ægir Eðvarðsson mjög og kvaðst meira en sáttur. Og hættur þessu fyrirhugaða brölti. Og ætlaði að fá sér kaffi og með því til að halda upp á þessa óvæntu tíðindi.

Alltaf góður.

Við þetta er að bæta að einhverja þungavigtarmenn, ónefnda, vantaði í hópinn.

Eftir 2-3 mánuði mun stund sannleikans svo renna upp á sama stað.

Siglfirðingur.is verður örugglega þar.

Þarna er hópurinn glæsilegi samankominn á Hafnarvoginni í dag.

Einhverjir þungavigtarmenn mættu ekki

og var haft á orði að þessi jeppi næði kannski að dekka þá.

Og nú verður það bara svona, takk, næstu vikur og ekkert múður.

Myndir af starfsfólki og jeppa, og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Mynd af ávöxtum og grænmeti: http://www.hyscience.com/archives/2006/08/study_vegetable.php

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is