Mikil umsvif við höfnina


Haustmánuðirnir í ár og í fyrra hafa verið drjúgir við höfnina á Siglufirði. Línubátar alls staðar að af landinu hafa landað þar undanfarið. Í gær var verið að landa úr tveimur stórum rækjuskipum. Fiskmarkaður Siglufjarðar sér um alla löndun þar og voru tvö gengi að landa. „Þessi umsvif hér á Siglufirði eru orðin meira og minna allt árið,“ sagði Steingrímur Óli Hákonarson hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar.

Nánari umfjöllun er í Morgunblaðinu í dag. Sjá meðfylgjandi úrklippu.

fiskmarkadur_siglufjardar
Mynd: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: Morgunblaðið (Ágúst Ingi Jónsson) / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is