Mikil umferð um göngin í dag


Umferð um Héðinsfjarðargöng hefur verið mjög mikil í dag. Samkvæmt upplýsingum af vef Vegagerðarinnar (sjá hér) höfðu 905 bifreiðar farið um göngin frá miðnætti til kl. 23.50, sem er meira á einum sólarhring en frá því mælingar hófust um miðjan október 2010 (sjá hér). Á sama tíma fóru um 400 bifreiðar um Strákaveg.

Mikil umferð hefur verið um göngin í dag, í báðar áttir. Myndin var tekin í Héðinsfirði um fjögurleytið.

Svona leit kort Vegagerðarinnar út þegar 10 mínútur voru til miðnættis.

Umferðin um Héðinsfjarðargöng var mest um kl. 14.00 en hún var þung allt frá hádegi og fram að kvöldmat.

Ljósmynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Kort og línurit: Vegagerdin.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is