Mikil snjóflóðahætta

Snjóflóðahætta

Veðurstofa Íslands hefur varað við mikilli hættu á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga. Mörg snjófljóð hafa fallið í liðinni viku.

Á vef Veðurstofunnar segir að talvert hafi fallið af nýjum snjó síðustu vikuna og að stöðugleikaprófanir í gryfjum hafi gefið til kynna veikleika, einkum á mótum hjarns og nýsnævis.

Hlíðar sem vísa í suðvestur og suðsuðaustur virðast vera varasamastar auk þess sem að óstöðugleiki gæti veirið meiri nær snjó en inn til landsins.

Nýjustu spár gera ráð fyrir talsverði snjókomu, sérstaklega nyrst á svæðinu og er viðbúið að snjóflóðahætta til fjalla muni aukast við þetta.

Í samtali við Vísi segir Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar, að mest sé hættan til fjalla og því mikilvægt fyrir þá sem hugi að útivist upp til fjalla að hafa í huga að mikil hætta sé á snjóflóðum á svæðinu.

Visir.is greinir frá.

Mynd og texti: Veðurstofa Íslands / Vísir.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is