Mikil rigning í kvöld og nótt


Í kvöld og nótt, 11.-12. október, er spáð talsverðri og jafnvel mikilli rigningu á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda. Því má búast við vatnavöxtum í ám á svæðinu, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Þá eru auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu. Þetta segir á vef Veðurstofu Íslands. Sjá nánar þar.

Mynd: Úr sjónvarpsfréttatíma RÚV í kvöld.
Texti: Veðurstofa Íslands / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is