Mikið um að vera á næstunni


Mikið verður um dýrðir í sveitarfélaginu á næstu dögum, vikum og
mánuðum. Þar á meðal eru gospeltónleikar í Tjarnarborg á morgun, 30.
apríl, og í Siglufjarðarkirkju á sunnudaginn, 1. maí, Sjómannadagshátíð í
Ólafsfirði 3.-5. júní, Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 25. júní,
Blúshátíðin
í Ólafsfirði 1.-2. júlí, Þjóðlagahátíð á Siglufirði 6.-10.
júlí, Skógardagur í Skógræktinni í Siglufirði 10. júlí og Nikulásarmótið
í knattspyrnu í Ólafsfirði 15.-17. júlí.

Svo verður Síldarævintýrið eflaust á sínum stað og Pæjumótið.

Sumsé til margs að hlakka.

Hér má sjá tvo gutta kljást um boltann á Nikulásarmótinu í knattspyrnu í Ólafsfirði í fyrra.

Það verður aftur á dagskrá 15.-17. júlí næstkomandi.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is