Mikið líf hjá Siglfirðingafélaginu


Aðalfundur Siglfirðingafélagsins var haldinn á fimmtudaginn í Kornhlöðunni við Lækjargötu í Reykjavík. Í skýrslu formanns kom fram að starf félagsins var fjölbreytt á síðasta starfsári en hæst bar þó fjölsótta árshátíðina og útgáfu rits í tilefni af fimmtíu ára afmæli félagsins.

Um 163 þús. kr. hagnaður var af rekstri félagsins. Á árinu voru þó veittir þrír styrkir, samtals 550 þús. kr., til Þjóðlagasetursins vegna útgáfu ævisögu séra Bjarna Þorsteinssonar, til Ljóðaseturs Íslands og til Siglfirðingadansleiks á Spot í Kópavogi.

Stjórnin er þannig skipuð: Rakel Björnsdóttir formaður, Haukur Ómarsson varaformaður, Jónas Skúlason gjaldkeri, Halldóra Jónasdóttir ritari, og meðstjórnendur eru Líney Rut Halldórsdóttir, Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Unnur Guðrún Rögnvaldsdóttir. Unnur kom ný inn í stjórnina í stað Jónu Hilmarsdóttur, sem ekki gaf kost á sér. Unnur er úr árgangi 1979, dóttir Auðar Bjargar Erlendsdóttur og Rögnvaldar Guðna Gottskálkssonar.

Skýrslu formannsins má lesa hér eða undir Greinar á vinstri spalta.

Rakel Björnsdóttir var kosin formaður Siglfirðingafélagsins í fyrra,

fyrst kvenna.

Mynd og texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is